Haukar eru eina íslenska liðið sem hefur fengið boð um að taka þátt í sterku móti í bænum Salou (nágrenni Barcelona) á Spáni í sumar. Mótið er ætlað strákum fæddum 1995. Boðið kemur frá Andrey Xepkin, fyrrum leikmanni Barcelona og núverandi þjálfara 16 ára liðs þeirra. Xepkin var afar farsæll leikmaður og væri of langt að telja upp öll hans afrek hér en þó má nefna að hann vann meistaradeildina og Spánarmeistaratitilinn sex sinnum með Barcelona. Einnig var hann leikmaður THW Kiel í Þýskalandi við góðan orðstýr þar sem hann vann Bundesliguna og meistaradeildina.
Auk Hauka hafa þegar nokkur sterk lið boðað komu sína á mótið. Þar má nefnda Ciudad Real frá Spáni, Oppsal Handbal frá Noregi, THW Kiel frá Þýskalandi og gestgjafarnir frá Barcelona.
Það er heiður fyrir handboltann í Haukum að fá og þiggja þetta boð og verður mótið án efa mikil upplifun. Gaman verður fyrir strákana okkar að mæla sig við samtíða drengi frá þessum stórfélögum. Meira er hægt að lesa um Salou Cup á síðunni http://www.andreyxepkin.com/english