Haukar gerðu góða ferð í Safamýrina í kvöld og innbyrtu flottan 5 marka sigur, 28 – 33 (13 -18 í hálfleik). Það var ljóst frá fyrstu mínútu að okkar menn ætluðu að selja sig dýrt og þeir börðust eins og ljón í vörninni og sókninni var Björgvin Hólmgeirsson í miklu stuði eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik. Bæði Birkir og Aron Rafn í markinu sýndu á köflum flotta takta en fyrst og fremst var það öflug liðsheild og karekter sem skóp sigurinn í kvöld.
Haukafólk mætti vel á leikinn og skemmti sér vel á pöllunum enda leikurinn á köflum frábær skemmtun og öruggur Haukasigur staðreynd.