Haukar náðu ekki að stríða sterkum Keflvíkingum í gær þegar það síðarnefnda leit við á Ásvelli. Sigur gestanna var öruggur, 53-74, og eru þær því öruggar með annað sætið í riðlinum.
Nú þegar að fjórir leikir eru eftir situr Haukaliðið í 4. sæti með 12 stig en næsta lið er KR með 18 stig. Ætli Haukar sér að hrifsa af þeim þriðja sætið þurfa þær að vinna alla leiki sem eftir eru og treysta á að KR tapi restinni af sínum leikjum. Tveir leikjanna hjá félögunum eru gegn hvoru öðru og mætast liðin í fyrri leiknum á sunnudaginn næsta, 13. febrúar, kl. 17:00 í DHL – Höllinni
Hamar er svo gott sem búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en Hvergerðingar þurfa einn sigur í viðbót til þess að landa titlinum í fyrsta skipti.