Sjávarréttarkvöld.

Kæra Haukafólk,

Viðtökurnar vegna Sjávarréttarkvöldsins sem haldið verður eftir leik Hauka gegn Grosswaldstadt hafa verið frábærar.  Þegar eru ca. 100 miðar seldir af þeim 200 sem í boði eru.

 Við munum selja miða á Sjávarrétarkvöldið á leik okkar gegn Val á morgun (miðvikudag).  Einnig verður hægt að nálgast miða hjá Ásdísi í Haukaheimilinu á fimmtudag og föstudag.  Síminn hjá Ásdísi er 848-0417 og netfangið er innkaup@haukar.is

Ég hitti haukamanninn Úlfar Eysteinsson í dag þar sem hann fór yfir matseðilinn á laugardaginn og hann er ekki af verri endanum;

 Skötuselur, humar á spjóti, gellugratín, sjávarsallat, grillaður hvalur, reyktur lundi, lax, svartfugl, lúða, súrhvalur, kryddsíld, plokkfiskur og meira til. 

 Verð fyrir Hauka í horni er 4.500. og 5.500 fyrir þá sem ekki eru í Haukum í horni. 

Með haukakveðju

Birkir Ívar