Mikið fjör á opnu húsi hjá strákunum í 6 flokk.
Það voru 30 strákar ásamt nokkrum foreldrum sem skemmtu sér vel á opnu húsi hjá 6. flokk síðastliðinn fimmtudag. Þeir fengu Kidda sem æfir með 5. flokk til að bít-boxa og vinur hans rappaði lag sem er komið út á geisla disk. Rosalega flott hjá strákunum. Svo var farið í leiki þar sem allir tóku þátt, Freyr þjálfari sýndi nokkur töfrabrögð, eftir það var coke og prins í boði þjálfaranna. Í lokinn kom leynigesturinn Tobbi Trúður og gerði allt vitlaust úr hlátri með sínum uppátækjum.