Fyrsti æfingaleikur undirbúningstímabils Hauka fyrir komandi átök í 1.deildinni fór fram á gervigrasvelli Víkings í morgun, þegar Haukar heimsóttu Víkinga. Haukar hafa misst nokkra leikmenn frá síðasta tímbili og nokkrir nýjir leikmenn hafa litið dagsins ljós á æfingum hjá liðinu undanfarna daga og vikur.
Haukar höfðu betur í þessum æfingarleik 4-2 en Haukar áttu þennan leik nánast frá fyrstu sekúndu en þeir fengu vítaspyrnudæmda aðeins eftir nokkra sekúndna leik. Það er skemmst frá því að segja að tveir nýjir leikmenn skoruðu fyrir Hauka sem hafa verið að æfa með liðinu að undanförnu.
Eins og fyrr segir fengu Haukar víti strax á upphafsmínútunni og fór Hilmar Trausti Arnarsson á punktinn og skoraði að öryggi. Síðan var komið að Davíð Birgissyni að skora fyrir Hauka en Davíð spilaði með Selfoss síðasta sumar en þar var hann á láni frá KR. Davíð var síðan aftur á skotskónum og kom Haukum í 3-0.
Víkingar, liðið sem ætlar sér að komast í Evrópukeppnina á næstu tveimur árum minnkaði muninn í 3-1 með marki frá Pétri Georg Markan. Haukar juku síðan muninn þegar Aron Már Smárason skoraði fjóra mark Hauka og sitt fyrsta mark fyrir Hauka en hann lék með Fjarðabyggð í 1.deildinni síðasta sumar. Pétur Georg Markan skoraði síðan síðasta mark leiksins og 4-2 sigur Hauka því staðreynd.
Það er eitthvað um meiðsli í herbúðum Hauka þessa dagana en byrjunarlið Hauka í leiknum í dag var svona:
Þórir Guðnason – Pétur Ásbjörn Sæmundsson, Ísak Örn Einarsson, Kristján Ómar Björnsson, Jónas Bjarnason – Hilmar Geir Eiðsson, Hilmar Trausti Arnarsson, Ásgeir Þór Ingólfsson, Hilmar Rafn Emilsson – Davíð Birgisson – Garðar Ingvar Geirsson.