Haukastelpurnar fengu Fylki í heimsókn til sín. Fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en á sjöundu mínútu
en kom það frá Fylki. Í stöðunni 2-8 tekur Einar Jónsson leikhlé. Það virtist skila árangri því stelpurnar
okkar breyttu þá stöðunni í 5-8. Þá tekur þjálfari fylkisstelpna leikhlé sem virtist skila sínu því þær unnu síðasta kafla hálfleiksins með einu marki og var því staðan í hálfleik 8-12 Fylki í vil. Haukastúlkur fengu gullið tækifæri til þess að minnka muninn þegar þrjár Fylkisstelpur fengu tveggja mínútna hvíld en því miður tókst þeim ekki að nýta sér það.
Eftir langt samtal inní klefa hófst seinni hálfleikur. Fylkir hélt áfram að auka muninn og um miðjan seinni hálfleik var staðan orðin 12-18. Síðasti kafli leiks var nokkuð jafn og endaði leikurinn 20-25.
Bryndís varði 22 skot og Björk 1.
Markaskorarar leiksins voru Þórunn Friðriksdóttir 7, Hekla Hannesdóttir 3, Viktoría Valdimarsdóttir 3, Þórdís Helgadóttir 2, Katerina Baumruk 2, Karen Helga Sigurjónsdóttir 1, Elsa Björg Árnadóttir 1 og Sandra Sigurjónsdóttir 1.
Núna eru Haukastelpurnar í 8. sæti með 4 stig.
Næsti leikur hjá stelpunum er á þriðjudaginn á móti Stjörnunni, sem er í 3. sæti, í Mýrinni klukkan 19:30. Fjölmennum á völlinn og styðjum stelpurnar okkar til sigurs.