Haukar eru komnir áfram í 16 liða úrslit Poweradebikarsins er þeir unnu öruggan sigur á Stál úlfi í í dag.Stál úlfur náði að stríða Haukunum framan af en þegar Haukar skiptu um gír fór ekki á milli mála hvoru megin sigurinn myndi lenda.
Því miður var ekki tekin tölfræði þannig að lesendur verða að láta sér nægja stigaskor leikmanna.
Haukar byrjuðu af miklum krafti og komust strax í 4-12 en sprækir Úlfsmenn náðu að minnka muninn og komast yfir áður en fyrsta leikhluta lauk. Brattir Stál úlfsmenn gengu inn í annan leikhluta með þriggja stiga forystu 24-21.
Pétur Ingvarsson þjálfari lét menn heyra það í leikhléi sem hann tók rétt undir lok fyrsta leikhluta. Ekki fór á milli mála að hann var allt annað en sáttur með leik sinna manna sem á stóru tímabili komu knettinum engan veginn ofan í körfu heimamanna á meðan allt gekk upp hjá Stál úlfi.
Þessi pistill Péturs virtist virka því allt annað Haukalið kom inn á völlinn. Þeir skoruðu hverja körfuna af fætur annarri og gáfu þeim gestum sem ferð gerðu sér í Kórinn eitthvað fyrir augað. Fjölmargar troðslur sáust frá Haukamönnum og enduðu þeir leikhlutann með 23 stiga sigri og leiddu í hálfleik með 20 stigum, 33-53.
Þessi 20 stiga munur virtist vera of mikill biti fyrir leikmenn Stál úlfs sem náðu aldrei að sýna sömu takta og þeir gerði í fyrsta leikhluta. Haukar voru gjörsamlega einráðir á vellinum og sigruðu þriðja leikhluta með 24 stigum og leiddu 46-90 þegar leikhlutanum lauk.
Minni spámenn Hauka léku lengst af lokaleikhlutans og sigruðu þeir að lokum með 51 stigi eða 63-114.
Stigahæstur í Haukaliðinu var Gerald Robinson með 24 stig en Sveinn Ómar Sveinsson var honum næstur með 20.
Stigaskor annara leikmanna:
Semaj Inge 16 stig
Haukur Óskarsson 13 stig
Davíð Páll Hermannsson 11 stig
Sævar Haraldsson 10 stig
Arnar Hólm Kristjánsson 6 stig
Óskar Magnússon 5 stig
Emil Barja 4 stig
Alex Óli Ívarsson 3 stig
Örn Sigurðarson 2 stig