Eftir hálf dapran fyrrihálfleik þar sem Haukastelpurnar voru átta mörkum undir 8-16 var eins og nýtt lið mætti til leiks í seinnihálfleik. Vörnin small saman og sóknarleikurinn komst á gott skrið, þegar skammt var til loka leiksins jöfnuðu Haukastelpur 25-25. HK stelpur komust aftur yfir 25-26. Haukar tóku leikhlé þegar um 25 sek voru eftir og lögðu á ráðin. Síðasta sóknin var mjög spennandi sem endaði með skoti frá Haukum sem fór í stöng og naumur sigur HK veruleiki. Haukastelpur sýndu okkur að þær eru til alls líklegar og verður gaman að fylgjast með þessu unga og öfluga liði í vetur.