Búið er að færa leik Hauka og Selfoss sem átti að vera nk. fimmtudag 4. nóvember. Fram kom beiðni frá RÚV um að leikurinn yrði sjónvarpað og verðu hann því laugardaginn 6. nóvember klukkan 15.45. Reiknar því RÚV með að um hörkuleik verði að ræða og hvetjum við því allt Haukafólk til að fjölmenna og hvetja strákanna.
Selfoss er í 7.sæti með tvö stig en þeir unnu Val en hafa tapað fyrir FH, Aftureldingu og Fram. Strákarnir eru í 5 sæti með 4 stig einsog Fram eftir að hafa tapað fyrir Akureyri og FH en unnið Aftureldingu og Val. Eru því stig í þessum leik gífurlega mikilvæg fyrir bæði lið til að missa ekki liðin í efstu sætunum ekki of langt frá sér.
Selfoss er að spila í efstu deild eftir nokkurra ára hlé en Haukar spiluðu við þá úrslitaleikinn á Ragnarsmótinu þann 4. september sl. og töpuðu þá 34-32 eftir hörkuleik.
Liðið hjá okkur er í nokkuð góðu standi nema hvað Gunnar Berg er á leið í aðgerð í Svíþjóð í næstu viku og verður frá þar til í febrúar og Sveinn Þorgeirsson hefur en ekki náð sér að fullu í öxlinni eftir gróft brot á honum Hafnarfjarðarmótinu. Aðrir eru klárir í slaginn og má því búast við hörkuleik.