Mörg glæsileg tilþrif hafa sést hjá Haukum í upphafi tímabilsins í Iceland Express-deild karla. Í fréttatíma Stöðvar 2 á mánudag var samantekt frá leik Hauka og KR sem fór fram í DHL-höllinni á sunnudag.
Þar er myndbrot af glæsilegri viðstöðulausri troðslu Semaj Inge en hann fékk snilldarlega sendingu frá Sævar Inga Haraldssyni.
Hægt er að sjá myndbrotið á vef Vísis.is en um miðja fréttina er troðslan.