Haukastrákar leiða helstu tölfræðiþættina

Sævar er með flestar stoðsendingar í Iceland Express-deildinniGott gengi Hauka í upphafi tímabilsins í Iceland Express-deildar karla hefur ekki farið framhjá mörgum. Strákarnir eru með tvo sigra úr fyrstu þremur leikjunum og voru ekki langt frá því að leggja KR að velli síðasta sunnudag.

Eins og við körfuboltmenn þekkjum er skráð ítarleg tölfræði í körfunni og leiða Haukastrákar marga helstu tölfræðiþættina eftir þrjár umferðir í Iceland Express-deildinni.

Í frábærum gagnagrunn KKÍ yfir tölfræði má sjá allt milli himins og jarðar í leikjum liðanna og mætti stundum halda að svitadroparnir sem falla af enni leikmanna væri taldir.

Hér er létt samantekt yfir Haukamenn á helstu topplistum:

Sævar Haraldsson leiðir deildina í stoðsendingum 9.3 stoðsendingar að meðaltali.

Gerald Robinson leiðir deildina í fráköstum með 16 fráköstum í leik.

Semaj Inge er í þriðja sæti yfir stigahæstu leikmennina með 24.7 stig.

Gerald Robinson(3), Semaj Inge(8) og Sævar Haraldsson(10) eru allir á topp 10 yfir þá leikmenn sem eru hæsta framlagið í hverjum leik.

Sævar Haraldsson og Semaj Inge eru í 5. og 6. sæti með 3.3 stolna bolta í leik.

Með því að smella hér er hægt að komast inn á tölfræðivef KKÍ og sjá tölfræði leikmanna.