Drengjaflokkur á sigurbraut

HaukarDrengjaflokkur heldur áfram að gera það gott og eru nú taplausir eftir fjóra fyrstu leiki sína. Síðast liðinn þriðjudag mættust Haukar og ÍA á Ásvöllum og báru strákarnir sigur úr bítum 69-51.

Haukar leiddu leikinn eftir fyrsta leikhluta 17–11 en rétt fyrir lok leikhlutans snéri Guðmundur Kári sig á ökkla og þurfti að hætta leik.

Haukarnir héldu þessari forystu út nánast allan leikinn. ÍA náði þó að minnka muninn niður í 5 stig þegar átta mínútur voru eftir af leiknum. Þjálfari ÍA tók leikhlé stuttu eftir að þeir náðu að minnka muninn og þá fóru Haukarnir yfir málin og skildu ÍA eftir og náðu 18 stiga forystu.

Leikurinn endaði 69–51. Nú hefur drengjaflokkurinn leikið 4 leiki á tímabilinu og unnið alla leikina.

Næsti leikur er gegn Fjölni þann 9.11 á Ásvöllum klukkan 21:15.

Stigahæsti maður leiksins var Guðmundur Darri með 19 stig.