Tap í hörkuleik

Sævar Haraldsson sækir hér að Marcus Walker leikmanni KR í leiknum - mynd: karfan.isHaukar töpuðu fyrir KR í gærkvöldi í 3. umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta 93-83. Fyrir leikinn voru Haukar í efsta sæti með tvo sigra úr fyrstu tveimur leikjum sínum á meðan KR var með einn sigur og eitt tap. Fyrir leiktíðina var þessum liðum spáð ólíku gengi. KR spáð titlinum en Haukum falli og því hefði mátt búast við stórsigri hjá KR. Annað kom þó á daginn.

KR-ingar voru sterkari í fyrri hálfleik en Haukar voru þó aldrei langt undan. Sterkt lið KR náði aldrei að hrista Haukana af sér og í hálfleik munaði fimm stigum 41-36.

Í seinni hálfleik komust Haukar yfir og leiddu eftir þriðja leikhluta 63-64.

Lokaleikhlutinn var æsispennandi og jafnt á með liðunum. KR-ingar sýndu svo rosalega takta og settu sex þrista í röð ofaní. Haukar náðu að skora nokkrar körfur á sama kafla en KR leiddi þá með 8 stigum.

Haukar gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í 5 stig 85-80 og áttu boltann þegar um 2 mínútur voru eftir. En þá stal KR boltanum og komst í 87-80 og í næstu sókn náðu Haukar lélegu skoti og KR jók muninn í næstu sókn í 9 stig 89-80. Eftir það var vítaleikur í gangi og KR vann með 10 stigum 93-83.

Sigur heimamanna var aðeins of stór en með smá heppni hefðu Haukar getið tekið leikinn.

Stigahæstur hjá Haukum var Semaj Inge með 28 stig og Gerald Robinson var með 23 stig. Sævar Haraldsson setti 12 stig og gaf 8 stoðsendingar.

Næsti leikur Hauka er næsta sunnudag gegn toppliði Grindavíkur en leikurinn hefst kl. 19.15 á Ásvöllum.

Tölfræði leiksins

Umfjöllun um leikinn á Karfan.is

Myndasafn úr leiknum á Karfan.is

Umfjöllun um leikinn á Vísir.is

Viðtal við óskar á Vísir.is

Myndasafn og umfjöllun úr leiknum á Sport.is