Leikir helgarinnar

Haukur og Semaj mæta KR-ingum á sunnudaginnÞað verður nóg að gera hjá körfuknattleiksiðkendum Hauka þessa helgina en fjölmargir leikir eru á dagskrá. Ber helst að nefna leiki meistaraflokkanna en bæði lið eiga leik á sunnudaginn og geta haldið sigurgöngu sinni áfram. Bæði lið eru taplaus eftir fyrstu tvær umferðir deildarinnar en báðar viðureignirnar á sunnudaginn verða hörku leikir.

Meistarflokkur karla mætir liði KR í DHL-höllinni. KR vann öruggan sigur á liði Stjörnunnar í fyrstu umferð en tapaði síðasta leik gegn Hamri. Þurfa Haukapjakkar að taka á honum stóra sínum og eiga flottan leik til að leggja íslandsmeistaraefnin af velli.

Leikurinn er á sunnudaginn og hefst kl. 19:15

Meistaraflokkur kvenna leikur gegn Hamri. Hamar hefur farið vel af stað í upphafi móts og sigrað báða sína leiki líkt og Haukar. Í Hamri má finna nokkra fyrrum leikmenn Hauka og nýjasta viðbótin yfir fyrrverandi leikmenn er Slavicka Dimovska en hún varð Íslandsmeistari með Haukum tímabilið 2008-2009. Fyrir eru þær Kristrún Sigurjónsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir. Þjálfarinn er fyrrum þjálfari Hauka, Ágúst Björgvinsson.

Leikið verður í Hveragerði á sunnudaginn og hefst leikurinn kl. 19:15

Einnig verður leikið í yngriflokkum félagsins. 8. flokkur stúlkna verður í Grindavík, 8. flokkur drengja í Keflavík, unglingaflokkur mætir Breiðablik á morgun í Smáranum kl. 17:00 og stúlknaflokkur á þrjá leiki um helgina. Fyrsti verður á morgun gegn Grindavík kl. 16:00 og síðari tveir eru á sunnudaginn. Sá fyrri gegn KR kl. 10:10 og sá síðari gegn Keflavík kl. 14:00. Allir leikir fara fram í DHL-Höllinni.

16-10-2010 11:00

8. flokkur stúlkna

Keflavik 8. fl

 

Haukar 8. fl

Grindavík

16-10-2010 13:00

8. flokkur stúlkna

Njarðvík 8. fl

 

Haukar 8. fl

Grindavík

17-10-2010 09:00

8. flokkur stúlkna

Haukar 8. fl

 

KR 8. fl

Grindavík

17-10-2010 12:00

8. flokkur stúlkna

Grindavik 8. fl

 

Haukar 8. fl

Grindavík

16-10-2010 13:00

8. flokkur drengja

Grindavik 8. fl

 

Haukar 8. fl

Toyota höllin

16-10-2010 15:00

8. flokkur drengja

KR 8. fl

 

Haukar 8. fl

Toyota höllin

17-10-2010 09:00

8. flokkur drengja

Haukar 8. fl

 

Keflavik 8. fl

Toyota höllin

17-10-2010 12:00

8. flokkur drengja

Thorth/Hamar

 

Haukar 8. fl

Toyota höllin

16-10-2010 16:00

Stúlknaflokkur

Haukar

 

Grindavík

DHL-höllin

17-10-2010 10:15

Stúlknaflokkur

Haukar

 

KR

DHL-höllin

17-10-2010 14:00

Stúlknaflokkur

Keflavík

 

Haukar

DHL-höllin

16-10-2010 17:00

Unglingaflokkur karla

Breiðablik

 

Haukar ufl

Smárinn