Íslandsmótið í handbolta, N1 deildin, hefst á miðvikudagskvöldið kemur kl 20:30 þegar okkar menn mæta í Valsheimilið og hefja titilvörnina gegn mjög svo mikið breyttu Valsliði. Þó svo að okkar menn hafi unnið sannfærandi sigur á Valsmönnum síðasta miðvikudag má búast við hörkuleik. Við hvetjum alla til að mæta og hvetja okkar menn til sigurs.
Áfram Haukar!!!