Meistaraflokkur kvenna í körfuknattleik lék í gærkvöld við KR í undanúrslitum Lengjubikars kvenna. Haukastúlkur voru lengi í gang, ekkert gekk upp í sókninni og KR náði oft á tíðum góðum hraðaupphlaupum sem skiluðu sér. Staðan í hálfleik var 42-30 KR í vil.
Haukastúlkur komust hinsvegar aftur inní leikinn í 4. leikhluta en góð barátta og fráköst í sókn og vörn voru að skila sér til okkar en þær rifu niður 50 fráköst í leiknum og þar af tók Ragna Margrét 12.
Undir lok leiksins gat Íris Sverrisdóttir stolið leiknum en skot hennar geigaði. Haukastúlkur brutu á Hildi Sigurðardóttur þar sem hún innsiglaði sigur KR á vítalínunni.
Atkvæðamestar í liði Hauka voru Aslysha Harvin 24 stig og 8 fráköst 5 stoðsendingar, Íris Sverrisdóttir 11 stig og 4 fráköst, Ragna Margrét með 11 stig og 12 fráköst.
Næsti leikur stúlknana er í Stykkishólmi í Meistara keppni KKÍ þar sem stúlkurnar mæta KR en sá leikur fer fram þann 3. október.