Haukar Bjóða Lele velkomna í Hauka

Alysha „Lele“ Harvin er nýr erlendur leikmaður í röðum kvennaliðs Hauka. Lele kemur frá Florida State University sem er einn af 12 bestu skólum Bandaríkjana og leikur hún stöðu bakvarðar.

Í Florida State spilaði Lele stöðu blandaðs bakvarðar og sinnti stöðum 1,2 og 3 á víxl með góðum árangri.  Lele er kröftugur og líflegur bakvörður og hefur fallið skemmtilega inn í hóp Hauka-kvenna á mjög fáum dögum og verður gaman að fylgjast með henni í vetur í rauða búningnum.

Haukar bjóða Lele velkomna á Ásvelli og heimasíðan hvetur alla til að fylgjast vel með stelpunum okkar í vetur.