Haukar unnu KR í æfingarleik

Haukar mættu KR í æfingarleik í DHL-höllinni í gærkvöld. Haukaliðið spilaði ágætan körfubolta og sigraði að lokum með 7 stigum eftir að hafa verið mest 21 stigi yfir.

Haukastrákar voru að berjast vel og var varnarleikur þeirra sterkur á löngum köflum. Semaj Inge og Gerald Robinson voru í fanta stuði og þá sértstaklega Semaj. Leikmenn KR áttu í mesta basli með hann enda á ferðinni gríðalega fjölhæfur leikmaður. Gerald á mikið inni og verður bara gaman að fylgjast með honum í komandi leikjum.

Yngri leikmenn Hauka sem inn á komu voru flottir og þá sérstaklega Örn Sigurðarson sem er að vaxa sem leikmaður með hverjum deginum.

Haukar mæta Grindavík í Powerade bikarnum næsta miðvikudag í Grindavík og er það fyrsti alvöru leikur liðsins á komandi tímabili.