Næsti leikur okkar Haukamanna í Pepsideild karla verður Sunnudaginn 12. september kl 17:30 gegn Grindavík í Grindavík. Ég bið alla um að gefa nýjum leiktíma góðan gaum en leikurnn hefst kl 17:30.
Strákarnir hafa spilað glimrandi bolta í sumar og undanfarnir tveir leikir hafa verið frábærir. Leikurinn á Sunnudaginn er sá mikilvægasti í sumar því með sigri gefum við okkur raunhæfa möguleika á líflínu í þessari deild. Oft var þörf en nú er nauðsýn. Allir að mæta í Grindavík og fyllum stúkuna og styðjum drengina sem sýnt hafa frábæran karakter í sumar.
Minni enn og aftur á breyttan leiktíma: SUNNUDAGINN 12. SEPTEMBER KL 17:30
Áfram Haukar