Haukar spiluðu við Val í Ragnarsmótinu í gær. Lokatölur voru 23-17 fyrir Hauka. Haukar voru betri aðilinn og má segja að þetta hafi verið öruggur sigur allan tímann. Liðheildin var góð og voru okkar menn að spila frábæra vörn og einnig var markvarslan frábær. Þar með hafa Haukar tryggt sér réttinn til að keppa til úrslita í Ragnarsmótinu og fer leikurinn fram á laugardag og hefst kl: 16:00.
Aron Rafn varði 17 bolta og Birkir Ívar 8.
Markaskorarar voru: Guðmundur Árni 5 Þórður Rafn 5 Sveinn 3 Freyr 3 Einar Örn 2 Björvin, Tjörvi, Jónatan, Gísli Jón og Stefán Rafna allir með 1 mark. Vonum að sem flestir mæti á Selfoss á laugardag og hvetji strákana við að vinna fyrsta bikarinn á tímabilinu.