Haukar léku sinn fyrsta leik i Ragnarsmótinu í gær gegn Fram. Þetta var ágætis leikur þar sem strákarnir okkar höfðu yfirhöndina allan tímann og endaði leikurinn 31-24.
Birkir Ívar lék ekki með vegna veikinda. Aron Rafn varði 15 bolta.
Markaskorarar voru: Björgvin Þór 5(1) Gísli Jón 4 Guðmundur Árni 4(3) Einar Örn 4 Þórður Rafn 3 Tjörvi 3 Sveinn 3 Stefán Rafn 2 Freyr 2 Heimir Óli 1.
Næsti leikur okkar er í kvöld kl 20:00 gegn Val og hvetjum við Haukafólk til að mæta á pallana.