Haukastrákar taka þátt í Edensmótinu í Hveragerði og stendur það yfir næstu daga. Er þetta fyrsta æfingamót strákanna í körfunni í vetur og því fróðlegt að sjá hvernig þeir koma undan sumri.
Ásamt Haukum eru þau FSu, Þór Þ. og Hamar í mótinu. Allir leika við alla og því ljóst að margir leikmenn fá að spreyta sig í leikjunum þremur.
Dagskrá mótsins:
25. ágúst kl: 18.30 Hamar – Fsu
25. ágúst kl: 20.15 Haukar – Þór Þolákshöfn
27. ágúst kl: 18.30 Hamar – Þór Þorlákshöfn
27. ágúst kl: 20.15 Fsu – Haukar
29. ágúst kl: 18.30 Fsu – Þór Þorlákshöfn
29. ágúst kl: 20.15 Hamar – Haukar