Íris Sverrisdóttir gengur í Hauka

Reynir og ÍrisHaukar styrkjast enn fyrir komandi átök í Iceland Express deild kvenna í vetur. Íris Sverrisdóttir sem er ung og mjög efnilegur leikmaður skrifaði í gær undir samning við Hauka um að leika með liðinu næsta vetur.Íris á þegar að baki 3 A-landsleiki og var lykilmaður í liði Grindavíkur á síðustu leiktíð.

Íris mun styrkja liðið mjög næsta vetur en hún er fjórði leikmaðurinn sem kemur til liðs við Haukana fyrir næsta vetur en liðið mun verða mjög sterk á komandi vetri þar sem leikmannahópurinn frá síðasta tímabili er nánast óbreyttur.

Ragna Margrét Brynjarsdóttir býður Írisi Sverrisdóttur samherja sinn í A-landsliðinu velkominn í Hauka.

Ragna Margrét og Íris