Sex stiga leikur á morgun, Selfoss – Haukar

Kristján Óli mætir sínu gömlu félögum á morgun Á morgun, fimmtudag, leikur meistaraflokkur karla sinn þriðja leik í Pepsi-deildinni þetta sumarið. Leikurinn er gegn Selfossi á þeirra heimavelli en heimavöllur þeirra er gífurlega sterkur og síðustu ár hafa fá lið farið með stig frá Selfossi.

Haukar og Selfoss þekkjast mjög vel því liðin hafa leikið í sömu deild síðastliðin fjögur sumur en sumarið 2007 fóru þau saman upp úr 2. deildinni og svo síðasta sumar komust bæði lið upp í Pepsi-deildina.

Fyrir tímabilið réð liðið nýjan þjálfara en það er reynsluboltinn Guðmundur Benediktsson, reiknað var með að hann myndi leika eitthvað með liðinu en svo er ekki þannig að það er nokkur blóðtaka fyrir liðið. Þrír leikmenn gengu til liðs við Selfoss en það eru þeir Davíð Birgison en hann kemur að láni frá KR, Kjartan Sigurðsson kom frá Hamri og Ingi Rafn Ingibergsson kom frá ÍBV.  Liðið missti aftur á móti öfluga pósta en það voru þeir Hjörtur Júlíus Hjartarson sem skoraði mikilvæg mörk seinni hluta tímabilsins í fyrra en hann gekk í raðir ÍA og svo missti liðið gamla þjálfarann Gunnlaug Jónsson en hann gerðist þjálfari Vals eins og frægt er orðið.

Hingað til í deildinni hefur Selfoss tapað einum leik gegn Fylki á heimavelli 3-1 í fyrstu umferðinni og síðan áttu þeir stórleik þegar þeir lögðu KR á útivelli 2-1 og eru þeir því með þrjú stig, tveimur meira en við Haukamenn.

Búast má við miklum báráttu leik á Selfossi á fimmtudag og má með sanni segja að þetta sé sex stiga leikur fyrir liðin í fallbáráttunni en liðunum var spáð neðstu tveimur sætunum af öllum spámönnum þar sem Selfossi var spáð ofar.

Flott umfjöllun er um leikinn á heimasíðu Selfoss en þeir fá mikið hrós fyrir umfjöllun sína á starfsemi félagins. Umfjöllunina má nálgast með því að smella á hér. Og hér er einnig hægt að lesa viðtal við Arnar Daða aðstoðar ritstjóra Haukar.is á Stuðningsmannasíðu Selfoss, þar sem hann er spurður spjörunum út tengt Haukum.

Leikurinn hefst kl. 19.15 á gervigrasinu Selfossi en rútuferðir verða frá Ásvöllum en nánar er sagt frá því í grein hér neðar á síðunni. Áfram Haukar!!!