Í dag er dagurinn segja margir, í dag er leikur leikjanna segja ennþá fleiri. Veðrið getur ekki verið mikið betra á þessum degi okkar Hafnfirðinga. Haukar og FH eru að fara eigast við í fyrsta sinn í efstu deild í knattspyrnu í 36 ár og það þarf ekkert að útskýra það neitt fyrir einum né neinum, hversu mikið er undir í þessum leik.
Leikið er á Vodafone-vellinum við Hlíðarenda og er þegar búið að selja rúmlega 1000 miða en forsala er enn í fullum gangi, bæði á Ásvöllum sem og á Vodafone-vellinum sjálfum. Völlurinn tekur 1201 áhorfendur í sæti en töluvert fleiri geta þó mætt, enda verða stæði í kringum allan völlinn.
Stuðningsmenn Hauka ætla að mæta upp á Ásvelli klukkan 17:00 í dag og hita þar upp rækilega en Bjössabar verður opinn enda ástæða til. Rútur verða svo mættar upp á Ásvelli 18:30 og verður ferjað fólkið upp á Vodafone-völl um korteri síðar. Það verða einnig rútuferðir heim eftir leik.
Hópurinn hjá Haukum er eftirfarandi: (Skrifað eftir stafrófsröð)
Arnar Bergmann Gunnlaugsson
Amir Mehica
Daði Lárusson
Daníel Einarsson
Guðjón Pétur Lýðsson
Guðmundur Viðar Mete
Gunnar Ormslev Ásgeirsson
Hilmar Geir Eiðsson
Hilmar Rafn Emilsson
Hilmar Trausti Arnarsson
Ísak Örn Einarsson
Jónmundur Grétarsson
Kristján Óli Sigurðsson
Kristján Ómar Björnsson
Pétur Ásbjörn Sæmundsson
Pétur Örn Gíslason
Sam Mantom
Úlfar Hrafn Pálsson
Semsagt ein breyting frá síðasta leik, en Þórhallur Dan Jóhannsson verður ekki með vegna meiðsla og kemur Pétur Örn Gíslason inn í hópinn í hans stað.