Ólafur Rafnsson var í dag kjörin næsti formaður FIBA Europe. Er þetta mikill heiður fyrir Ólaf sem og Ísland en evrópska körfuknattleikssambandið er eitt stærsta íþróttasamband veraldar.
Ólafur, sem er forseti ÍSÍ, er okkur í Haukum góðu kunnur en lék með meistaraflokki okkar í körfunni þegar liðið vann sér sæti í úrvalsdeild árið 1983. Hann var um tíma þjálfari liðsins og stýrði þeim í bikarúrslitum 1992.
Ólafur hefur mikla reynslu úr evrópska körfuboltanum en hann hefur setið í stjórn FIBA Europe frá árinu 2002 og var formaður KKÍ.
Haukar óska Ólafi til hamingju með þetta mikla afrek.
Fréttatilkynning KKÍ