5-0 tap í fyrsta leik hjá stelpunum

Þórhildur Stefánsdóttir spilaði sinn fyrsta alvöru mótsleik fyrir Hauka í dagÍ dag spiluðu Haukar sinn fyrsta leik í Pepsi-deild kvenna. Og það var ekkert smá lið sem byrjað var á, Íslandsmeistararnir til margra ára sem og bikarmeistararnir síðan í fyrra. Fyrir fram var búist við að þetta yrði létt byrjun fyrir meistaranna en það sást strax á fyrstu mínútu að Hauka liðið ætlaði ekki að láta valta yfir sig og létu Valsstúlkur hafa fyrir hlutunum með fínni baráttu en baráttan var þó ekki nærri því nóg því meistarannir unnu léttan og sannfærandi sigur 5-0.

 

Fyrsta mark leiksins kom á 18.mínútu. Þá fékk Valur hornspyrnu og fór boltinn beint á kollinn á landsliðsfyrirliðanum Katrínu Jónsdóttir sem skallaði að marki og boltinn barst til Rakelar Logadóttir sem stýrði boltanum í netið með hælnum og Valsstúlkur komnar með forystu.

Eftir þetta mark tók Valur öll völd á vellinum og skapaði sér þó nokkuð af ágætis færum án þess þó að skora annað markið en það kom þó fyrir rest því rétt fyrir hálfleik eða á 40. mínútu fékk Embla Sigríður Grétarsdóttir boltann upp í horninu hægra megin. Hún átti góða fyrirgjöf á Kristínu Ýr Bjarnadóttir sem skallaði boltann beint í netið og staðan því orðin 2-0 og þannig var stóð í hálfleik.

Þó nokkuð jafnræði var með liðunum í byrjun seinni hálfleiks en samt voru Valsstúlkur alltaf miklu hættulegri í sínum sóknar aðgerðum. Fysta mark seinni hálfleiks kom eftir 67 mínútur en þar var að verki landsliðskonan, Dóra María Lárusdóttir en hún skoraði með vistöðulausu úr vítateignum eftir að varamaðurinn Andrea Ýr Gústavsdóttir átti fínan einleik á hægri kantinum og gaf boltann fyrir á Dóru.

Fjórða mark Vals kom svo sex mínútum síðar þegar Andrea Ýr Gústavsdóttir lék upp hægri kantinn og inn í vítateig þar sem hún renndi boltanum á varamanninn Björk Gunnarsdóttir sem skoraði. Síðasta mark leiksins og fimmta mark Vals kom á 76. mínútu en þá skoraði Dóra María Lárusdóttir annað mark sitt en hún batt þá enda á góða sókn Vals með því að komast ein innfyrir og vippa boltanum yfir Sonný Láru Þráinsdóttur í marki Hauka.

Niðurstaðan sannfærandi og léttur sigur 5-0 sigur Vals. Sigurinn var aldrei í hættu, Haukaliðið sótti lítið sem ekkert í þessum leik og átti til að mynda einungis eitt skot á markið.

Lið Hauka: Sonný Lára Þráinsdóttir, Sara Rakel Hlynsdóttir (Þórdís Pétursdóttir ´46), Jóna Sigríður Jónsdóttir, Katrín Hulda Guðmundsdóttir, Ásta Sigrún Friðriksdóttir; Dagbjört Agnarsdóttir, Þórhildur Stefánsdóttir, Ellen Þóra Blöndal (Margrét Sif Magnúsdóttir´69), Ástrós Eva GunnarsdóttirSonja Björk Guðmundsdóttir(´60) Sara Lyons Jordan, Ashley N Myers.

Lið Vals: María Björg Ágústsdóttir, Embla Sigríður Grétarsdóttir, Pála Marie Einarsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Thelma Björk Einarsdóttir; Rakel Logadóttir, Katrín Jónsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir´76), Dóra María Lárusdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir (Andrea Ýr Gústavsdóttir ´66) Dagný Brynjarsdóttir (Björk Gunnarsdóttir ´56), Kristín Ýr Bjarnadóttir.