Forsala á stórleik Hauka og FH í 2.umferð í Pepsi-deild karla er hafinn eins og greint hefur verið frá hér á síðunni áður.
Við minnum á að nálgast miðana á leikinn upp á Ásvelli sem fyrst. Miðarnir eru að rjúka út. Þetta á einnig um Haukar í Horni. Þeir þurfa að ná í miðana upp á Ásvelli hjá starfsmönnunum sem allra allra fyrst.
Við minnum einnig á að mæta tímanlega á sunnudaginn upp á Vodafonevöll til að losna við troðning og óþarfa tafir.
Áfram Haukar!!!!!!!!!!!!!