Morgunmatur meistaranna

Haukaliðið að fara að horfa á stemmningsmyndbandið í morgunHátíðardagurinn er runninn upp! Oddaleikur Hauka og Vals fer fram í dag kl. 14:00. Íslands-, bikar- og deildarmeistarar Hauka tóku daginn snemma og hittust í morgunmat hjá formanni handknattleiksdeildar. Strákarnir voru vel stemmdir og horfðu saman á stemmningsmyndbandið sem var útbúið sérstaklega í tilefni dagsins. Miðasala er hafin á Ásvöllum og um að gera að vera snemma á ferðinni til að ná sér í miða.