Íþróttaskóli Hauka sumarið 2010

Haukar

Íþróttaskóli Hauka verður starfræktur sumarið 2010 fyrir börn fædd 1998-2008 með svipuðu sniði og áður. Skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2007 og er óhætt að segja að börn og foreldrar hafi tekið þessu framtaki Hauka mjög vel, en um og yfir 500 börn hafa tekið þátt í starfi skólans á hverju sumri frá 2007.

Íþróttaskólinn er sameiginlegt verkefni allra deilda félagsins þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta hreyfingu, þjálfun og námskeið við allra hæfi. Gert er ráð fyrir að iðkendur fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum. Allir kennarar skólans hafa mikla reynslu af þjálfun yngri barna.

Boðið er upp á gæslu frá 08:00-09:00 á morgnanna, einnig er boðið upp á heitan hádegismat fyrir þá sem eru á námskeiði allan daginn. Þetta sumarið er gæslan innifalin í verði.

Skólinn er opinn fyrir alla Hafnfirðinga og nærsveitarmenn.

Eftirtalin námskeið eru í boði í sumar:

Íþróttaskóli Hauka fyrir 5-12 ára (1998-2004)
Námskeið fyrir hádegi allt sumarið
Námskeið eftir hádegi og allan daginn 7. júní – 2. júlí og 3.- 20. ágúst

Fjölbreytt íþrótta- og leikjanámskeið við allra hæfi, jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna íþróttaiðkendur. Skipt er í hópa eftir aldri, getu og vinatengslum svo að allir fái að njóta sín. Öðru hverju er dagskráin brotin upp og farið í sundferð, gönguferð, hjólatúr o.s.frv. sem verður þá auglýst með góðum fyrirvara.

Fótboltaskóli Hauka fyrir 5-12 ára (1998-2004)
Námskeið fyrir hádegi allt sumarið

Fótboltaskóli Hauka verður starfræktur aftur þetta sumarið. Fjölbreyttar æfingar fyrir þá sem vilja vera í fótbolta meira og minna allan daginn. Reynslumiklir leiðbeinendur fara fyrir námskeiðinu.

Íþróttaleikskólinn fyrir 2-5 ára (2004-2008)
Námskeið fyrir hádegi 5.- 29. Júlí

Íþróttaleikskólinn verður í boði í júlímánuði þegar leikskólarnir fara í sumarfrí. Námskeiðið verður í anda leikjaskóla barnanna sem er starfræktur á veturna hjá Haukum þar sem markmiðið er að börnin fái jákvæð og skemmtileg fyrstu kynni af ýmsum leikjum og íþróttum. Skólinn fer fram í íþróttasalnum.
Foreldrar eru hjartanlega velkomnir að vera með börnum sínum.

Körfuboltaskóli fyrir 5-12 ára (1998-2004)
Námskeið fyrir hádegi 7.-25. júní og 3.-20. ágúst

Körfuboltaskóli fyrir þá sem langar að bæta við sig kunnáttu í körfubolta. Settar verða upp æfingar sem auka boltafærni, farið í leiki og spilaður körfubolti. Það eru allir velkomnir, byrjendur sem lengra komnir.

Handboltaskóli fyrir 5-12 ára (1998-2004)
Námskeið fyrir hádegi 3.-20. ágúst

Handboltaskóli fyrir þá sem langar að bæta við sig kunnáttu í körfubolta. Settar verða upp æfingar sem auka boltafærni, farið í leiki og spilaður Handbolti. Það eru allir velkomnir, byrjendur sem lengra komnir.

Vikur sem í boði eru:
О 1. 7. – 11. júní
О 2. 14. – 18. júní (4 dagar)
О 3. 21. – 25. júní
О 4. 28. – 2. júlí
О 5. 5. – 9. júlí
О 6. 12. – 16. júlí
О 7. 19. – 23. júlí
О 8. 26. – 29. júlí (4 dagar)
О 9. 3. – 6. ágúst (4 dagar)
О 10. 9. – 13. Ágúst

О 11. 16. – 20. Ágúst

Þátttökugjöld

Fjárhæð þátttökugjalda fyrir sumarið 2010 eru óbreytt frá síðasta ári þrátt fyrir að Velferðarsjóður barna komi ekki til þetta sumarið.

Öll námskeið miðast við hálfan dag og kostar hvert námskeið kr. 2.500 vikan. Við bjóðum upp á heilsdagsnámskeið á 5.000 vikan og er matur innifalin í því verði.

Hægt er að greiða fyrir Íþróttaskólann á reikning skólans nr. 0140-26-000626, kt. 700387-2839. Framvísa þarfkvittun fyrir greiðslu við skráningu í námskeið. Vinsamlegast takið fram hvaða viku verið er að borga fyrir og hvaða námskeið.

Skráningar

Tekið verður við skráningum á heimasíðu félagsins haukar.is undir Íþróttaskóli Hauka frá og með 20. maí. Einnig verður hægt að skrá á staðnum.

Munið eftir kvittun ef búið er að greiða fyrir námskeið.
Einnig er hægt að fá upplýsingar í síma 525-8700.