Haukar fá liðstyrk frá WBA

Sam Mantom er kominn til Hauka frá WBAÍ gær á kynningarfundi meistaraflokka karla og kvenna í knattspyrnu var tilkynntur nýr leikmaður. Um er að ræða unglingalandsliðsmann frá West Bromich Albion að nafni, Sam Mantom.

Það hefur verið einhver reikisstefna um aldurs hans, en Andri Marteinsson þjálfari Hauka kynnti hann samt 18 ára gamlan leikmann en á heimasíðu WBA er hann skráður sem tvítugur. Það hlýtur að koma í ljós á næstu dögum hversu gamall Sam er.

Sam er þessa stundina að leika sinn fyrsta leik með Haukum, en hann er í byrjunarliðinu gegn Víði í Garði en meistaraflokkur er líklega að spila sinn síðasta æfingaleik fyrir Pepsi-deidina í þessum töluðu orðum. 

Sam Mantom er örvfætur miðjumaður en getur einnig leikið sem framherji.  Hann var einu sinni í hóp í aðalliði WBA í ár, en þeir voru einmitt að vinna sér sæti í efstu deild í Englandi.

Við bjóðum Sam Mantom velkomin í Haukafjölskylduna. 

Það er einnig gaman að segja frá því að Gunnar Ormslev Ásgeirsson varnarmaðurinn sem spilaði fyrri hluta síðasta keppnistímabils með Haukum er kominn aftur til Hauka, en hann meiddist síðasta sumar og flutti síðan til Svíþjóðar. Gunnar mun styrkja hóp Hauka sem og Sam Mantom.