Að undanförnu hefur Knattspyrnudeild Hauka unnið að því að koma upp samstarfi við WBA hvað varðar unga upprennandi knattspyrnumenn.
Með það að leiðarljósi hafa Haukar fengið Sam Mantom frá WBA að láni næstu tvo mánuði. Sam er 18 ára og hefur verið fastamaður í undir 19 ára landsliði Englands , sem og verið í hópnum hjá WBA þó að enn hafi hann ekki spilað leik með aðalliði WBA.
Stefnt er að auka samstarfi við WBA í framtíðinni og líklegt að ungir leikmenn frá Haukum fái tækifæri að æfa með unglingaliðum WBA síðar á árinu og vonandi um ókomna framtíð. Markmiðið er að halda áfram þeirri frábærru uppbyggingu sem verið hefur hjá yngri flokkum Hauka með það að markmiði að ala upp leikmenn fyrir framtíðarátök í efstu deild.
Við viljum þakka Spotic sérstaklega fyrir aðkomu þeirra að málinu og hefur þeirra fagmennska verið í fyrirrúmi að koma þessu samstarfi á.
Það hefur verið einhver reikisstefna um aldurs Sam Mantoms, en Andri Marteinsson þjálfari Hauka kynnti hann samt 18 ára gamlan leikmann en á heimasíðu WBA er hann skráður sem tvítugur. Það hlýtur að koma í ljós á næstu dögum hversu gamall Sam er.
Sam er þessa stundina að leika sinn fyrsta leik með Haukum, en hann er í byrjunarliðinu gegn Víði í Garði en meistaraflokkur er líklega að spila sinn síðasta æfingaleik fyrir Pepsi-deidina í þessum töluðu orðum.
Sam Mantom er örvfætur miðjumaður en getur einnig leikið sem framherji. Við bjóðum Sam Mantom velkomin í Haukafjölskylduna.
Það er einnig gaman að segja frá því að Gunnar Ormslev Ásgeirsson varnarmaðurinn sem spilaði fyrri hluta síðasta keppnistímabils með Haukum er kominn aftur til Hauka, en hann meiddist síðasta sumar og flutti síðan til Svíþjóðar. Gunnar mun styrkja hóp Hauka sem og Sam Mantom.