Silfur hjá 10. flokki

Margrét Rósa Hálfdanardóttir skorar 2 af 21 stigi sínuStúlknaflokkur beið ósigur gegn sterku liði Keflavíkur í úrslitum 10. flokks kvenna í dag en leikið var í Smáranum. Haukaliðið barðist mjög vel og stóðu í Keflvíkingum framan af en svo fór að Keflavík sigraði með 18 stigum 74-56. Haukar lentu í öðru sæti Íslandsmótsins og eru því silfurhafar í 10. flokki kvenna

Margrét Rósa Hálfdanardóttir var stigahæst Haukastúlkna með 21 stig og að auki fiskaði hún 11 villur á lið Keflavíkur.