Þrír flokkar Hauka í úrslit

Það verða þrír flokkar Hauka sem munu leika til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í Smáranum á morgun. Í dag fór fram undanúrslit í 10. flokki kvenna og unglingaflokki karla og unnust báðir leikir.

Unglingaflokkur vann Val nokkuð örugglega, 85-74, og voru yfir allan tímann. Örn Sigurðarson var stigahæstur Haukastráka með 28 stig og 14 fráköst. 

10. flokkur kvenna vann sinn leik með einu stigi á ríkjandi meisturum Grindavíkur í tví framlengdum leik, 50-49, þar sem að Lovísa Björt Henningsdóttir skoraði 30 stig og tók 21 frákast. Sannkölluð risa tvenna þar á ferð.

Auk 10. flokks kvenna og unglingaflokks mun unglingaflokkur kvenna leika til úrslita en þar sem að það fá lið léku á íslandsmótinu í unglingaflokki kvenna var engin undanúrsiltaleikur og því verður farið beint í úrslit á morgun.

Leikirnir á morgun:
10. flokkur kvenna Haukar – Keflavík kl. 12:00
Unglingaflokkur kvenna Haukar – Keflavík kl. 16:00
Unglingaflokkur karla Haukar – Njarðvík kl. 18:00

Allir leikir fara fram í Smáranum Kópavogi og einnig er hægt að horfa á leikina í beinni á wms1a.straumar.is/kr-karfa

Haukamenn eru hvattir til að mæta og styðja við bakið á krökkunum okkar.

Tölfræði úr leik Hauka og Vals í Unglingaflokki karla
Tölfræði úr leik Hauka og Grindavík í 10. flokki kvenna