Haukar – HK leikur 2 kl. 16:00 í dag – Viðtal við Aron Rafn

Aron Rafn hvetur alla að fjölmenna í Digranesið í dagSeinna í dag eða kl. 16:00 í Digranesi er annar undanúrslitaleikur milli Hauka og HK að þessu tilefni heyrði Haukasíðan í nýjasta A-landsliðsmanni Hauka en það er markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson. Aron er tvítugur gríðlega stór markmaður sem er ennþá í 2. flokki sem eru komnir í úrslit Íslandsmótsins en nánar um það síðar því viðtlaði snýst um leikinn við HK seinna í dag.

Nú er 2. keikur í undanúrslitum í dag hvernig lekst leikurinn í þig?

Vel það er kominn timi til að vinna í Digranesinu

Nú eru aðeins tveir dagar síðan síðasti leikur var á það eitthvað eftir að sitja í mönnum?

Nei alls ekki ef menn eru ekki tilbúnir í þessa leiki þá eiga þeir ekki að vera í þessu.

Má búast við einhverjum breytingum frá því í síðasta leik?

Nei ekkert sem við höfum lagt upp með bara að spila okkar skipulagða leik

Hvernig er staðan á liðinu, eru allir heilir?

Staðan er virkilega góð á liðinu við ætlum okkur alla leið. Það eru allir heilir hjá okkur.

Er eitthvað við HK liðið sem þarf að varast sérstaklega?

HK er með virkilega gott lið með Valdimar fremstan í flokki það gengur lang mest í gegnum hann, svo eru þeir með alveg hrikalega góðan markmann sem tekur eiginlega alltaf sína 20 bolta í leik.

Nú hafiði tapað báðum leikjunum í Digranesi í vetur, er einhver Digranesgrýla komin á liðið?

Já það má kannski segja það en það er þá kominn tími til að vinna þar.

Um síðustu helgi spilaðir þú þína fyrstu A-landsliðsleiki hvernig var sú tilfinning?

Bara eins og hver annar handbolta leikur.. fannst nú ekkert merkilegt að spila með þessu liði..

Nei segi svona það var algjör snilld að spila með þessum leikmönnum og hvað þá á móti einu bestu liði frá upphafi í handbolta og fyrir framan stútt fulla höll.

Er það ekki gríðarleg reynsla fyrir svona ungann leikmann að fá þetta stóra tækifæri?

Jú það er það, bæði að fá að æfa með þessum leikmönnum og spila með þeim.

Eitthvað að lokum sem þú vilt koma á framfæri?

Bara vona að fólk fjölmenni á völlinn og fáum upp almennilega úrslitakeppnis stemmingu eins og var hérna í gamla daga. Áfram Haukar.

Haukasíðan þakkar Aroni kærlega fyri viðtalið og óskar honum góðs gengis í leiknum í dag og minnir alla á leikinn á móti HK kl. 16:00 í dag upp í Digranesi. Með sigri þá er liðið komið í úrslit Íslandsmótsins en mótherjinn þar verður annaðhvort Akureyri eða Valur annar leikur þeirra er í kvöld en þar getur Akureyri komist í úrslitin með sigri. Sjáumst öll í Digranesi á eftir kl. 16:00 í rauðu og köllum Áfram Haukar!!!