Sigurbergur Sveinsson er í úrvalsliði þriðju umferðar N1 deildar karla en tilkynnt var um valið í gær. Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður Fram, var valinn besti maður þriðju umferðarinnar. Aðrir leikmenn voru Oddur Grétarsson, vinstri hornamaður Akureyrar, Fannar Þór Friðgeirsson, miðjumaður úr Val, Arnar Þór Gunnarsson, hægri skytta úr Val og Bjarni Fritzson, hægri horn úr FH. Gunnar Magnúson var kjörinn besti þjálfarinn en hann mætir einmitt með lið sitt á Ásvelli í kvöld þegar HK sækja Hauka heim í fyrsta leik úrslitakeppninnar. Akureyri hlaut verðlaun fyrir bestu umgjörðina og Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson voru valdir besta dómaraparið.