Heimasíðan heyrði í Ásgeiri Þór Ingólfssyni leikmanni meistaraflokks karla í vikunni, en hann ásamt liðinu kom heim til Íslands frá Portúgal á þriðjudaginn eftir rúmlega viku dvöl í Portúgal þar sem liðið var í æfingaferð.
Við spurðum hann út í ferðina, liðið sem og meiðslin sem hann varð fyrir, fyrir ekki svo löngu.
Hægt er að lesa viðtalið með því að ýta á „lesa meira“.
Nú eru þið komnir frá Portúgal, hvernig var sú ferð?
Æfingaferðin til Portúgals heppnaðist mjög vel og var mjög góð ferð í alla staði. Æft tvisvar sinnum á dag á góðu tempói við frábærar aðstæður og ég held að allir hafa verið mjög sáttir með þessa ferð.
Var eitthvað sem stóð uppúr í ferðinni?
Ég verð að segja að það sem stóð uppúr var hvernig menn höndluðu þessa æfingaferð , mikið æft en samt alltaf gott tempó og gríðarlega góður mórall innan liðsins á æfingum.
Hvernig gengu æfingar og æfingaleikirnir við FH og Val?
Æfingarnar voru flottar og gerðu Andri Marteins. og Arnar Gunnlaugs. (þjálfarar liðsins) mikið í því að dreifa álaginu svo menn myndu ekki bara detta niður , þeir náðu að fara yfir allt sem þeir lögðu fyrir og það heppnaðist mjög vel.
Leikirnir voru báðir góðir þarna úti , ég sem áhorfandi í þeim leikjum var ég mjög sáttur með báða leikina. Fyrri leikurinn við FH var jafn og Haukarnir hefðu vel getað verið yfir í hálfieik þegar aðalliðin spiluðu, svo var blandað í seinni hálfleiknum (Leikurinn endaði með 1-0 sigri FH). Í Valsleiknum fannst mér Haukarnir betri aðilinn allan leikinn og áttu bara skilið að vinna 2-0 , og verð ég að segja að markið hjá Kristjáni Óla var frábært. (En Kristján skoraði úr aukaspyrnu, en fyrsta markið skoraði Arnar Gunnlaugsson úr víti)
Nú er innan við mánuður í mót, hvernig er ástandið á liðinu?
Ástandið á liðinu er mjög gott , þjálfarnir náðu að þjappa hópnum vel saman í Portúgal og ég trúi því að Haukarnir byrji með látum i byrjun móts!
Nú varðst þú fyrir því óláni að meiðast, hvað getur þú sagt okkur um þau meiðsl og hvernig eru batahorfur?
Ég sleit aftari krossband í leiknum við Njarðvík sem er gríðarlega svekkjandi. Ég fékk þær fréttir að í besta tilfelli væru þetta 2 mánuðir í viðbót en versta allt tímabilið plús aðgerð sem þeir telja ólíklegt að gerist. Maður þarf bara að hugsa jákvætt í svona , þetta eru fyrstu alvarlegu meiðslin sem ég lendi og þetta er gríðarlega leiðinlegt þar sem ég var búinn að æfa mjög vel fyrir tímabilið , en núna er ég í góðri endurhæfingu hjá sjúkraþjálfurum og mun koma sterkari og minni á mig í fyrsta leik. Ég myndi segja að ég væri kominn á fullt í miðjan júní. Endurhæfingin gengur vel , og það sem hvetur mig mest áfram er að þegar ég spila minn fyrsta leik í sumar er að heyra í þeim rauðklæddu í stúkunni taka vel á móti mér.
Við þökkum Ásgeiri fyrir þetta viðtal, og vonum að hann nái bata sem allra allra fyrst og fái að spila sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni sem fyrst.
Búast má við fleiri viðtölum við leikmenn meistaraflokks karla á næst dögum, enda stutt í fyrsta leik gegn KR í Frostaskjólinu.