Þessi skemmtilega frásögn er tekin af samskiptasíðu almenningsdeildar Hauka.
„Haukarnir eru 79 ára í dag. Ungt, bráðmyndalegt og vel þroskað félag með enn fallegri félagsmenn. Af þessu tilefni buðum við í Almenningsíþróttadeild upp á hið árlega afmælishlaup. Í samræmi við aldur afmælisbarnsins var vegalengdin valin 100m fyrir hvert ár eða 7,9km í allt. Þar sem við erum svona falleg og góð í okkur ákváðum við einnig að bjóða upp á tvær aðrar vegalengdir, 5km og svo 1km fyrir þá allra yngstu. Það er skemmst frá því að segja að metþátttaka var að þessu sinni, 82 eðalhlauparar (hver öðrum fallegri) skráði sig til leiks. Veðrið var dásamlegt og alveg eftir pöntun. Ég verð að segja að við erum klárlega á réttri leið með þetta hlaup, ungu krakkarnir voru æðisleg í byrjun hlaupsins og þrautseigjan í þeim til fyrirmyndar. Næsta ár verðum við 80 ára og þá fyllum við Ásvelli af fólki á öllum aldri og hlaupum risahlaup………“
Haukasíðan hvetur alla Haukafélaga að taka nú fram hlaupa- eða gönguskóna og taka þátt í frábæru starfi almenningsdeildar.