Kvennalið Hauka lék gegn Val í kvöld í Vodafonehöllinni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Í hinni viðureigninni sigruðu Fram stúlkur lið Stjörnunnar.
Valstúlkur höfðu betur í kvöld með fimm mörkum 28-23 eftir að Haukar höfðu verið yfir í hálfleik með einu marki, 12-11.
Markahæst í liði Hauka var Hanna Guðrún Stefánsdóttir með 8 mörk.
Umfjöllun um leikinn er hægt að nálgast með því að lesa meira.
Næsti leikur liðanna er á sunnudaginn á Ásvöllum klukkan 16:00, við hvetjum Haukafólk að sjálfsögðu til að fjölmenna á Ásvelli.