Undanúrslit hjá 2.flokki á morgun, Haukar – FH

HaukarEftir öruggan sigur á Stjörnunni 37-30 í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í 2.flokki karla er komið að undanúrslitunum og úrslitunum.

Við erum að tala um RISAleik í undanúrslitum því Haukar og FH mætast þar í Strandgötunni klukkan 12:00 næstkomandi laugardag. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast síðan Akureyri og ÍR. Sá leikur hefst klukkan 14:00.

Við hvetjum alla Haukara til að fjölmenna á Strandgötuna á laugardaginn, Haukar eru ríkjandi Deildarmeistarar en FH-ingar eru ríkjandi Bikarmeistarar. Þessi lið mættust einnig í undanúrslitum Íslandsmótsins í 3.flokki fyrir tveimur árum og þar hafði Haukar betur eftir hörkuleik þar sem baráttan var í algleymingi.

Úrslitaleikurinn og leikurinn um 3.sætið fer svo fram í Strandgötunni á Sunnudaginn.