Heather best í seinni hlutanum

Heather ásamt Sigríði Helgu Stefánsdóttur markaðsfulltrúa Iceland ExpressUppgjör seinni hluta Iceland Express-deildar kvenna fór fram í dag. Þau Heather Ezell úr Haukum og Ágúst S. Björgvinsson þjálfari Hamars voru valin besti leikmaðurinn og besti þjálfarinn fyrir seinna hluta deildarinnar.

Julia Demirer úr Hamri var valin dugnaðarforkurinn en fimm manna liðið var skipað eftirfarandi leikmönnum.

Heather Ezell – Haukar
Birna Valgarðsdóttir – Keflavík
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir – KR
Helga Hallgrímsdóttir – Grindavík
Signý Hermannsdóttir – KR

Besti leikmaðurinn – Heather Ezel Haukar

Besti þjálfarinn – Ágúst S. Björgvinsson Hamar

Dugnaðarforkurinn – Julia Demirer Hamar

Frétt tekin af kki.is