Klassískur Hafnarfjarðarslagur í Kaplakrika á fimmtudag

Það má búast við svakalegri stemmningu í Kaplakrika á fimmtudaginnHaukar og FH mætast á nýjan leik í klassískum Hafnarfjarðarslag í N1 deild karla á fimmtudagskvöldið. Leikurinn fer fram í Kaplakrika og hefst kl. 19:30. Leikir þessara liða hafa verið frábær skemmtun í vetur og boðið upp á allt það besta sem handboltinn hefur fram að færa. Sjö stig skilja liðin að í deildinni en það hefur ekkert að segja þegar kemur að viðureign Hafnarfjarðarliðanna. FH tapaði dýrmætum stigum í síðustu umferð þegar þeir töpuðu gegn botnliði Fram á meðan að Haukar lögðu Val í spennuleik. Mætum öll í rauðu í Kaplakrika og styðjum strákana til sigurs!