Sigur á baráttuglöðu Gróttuliði

Sigurbergur skoraði 11 mörk gegn Gróttu út á NesiHaukar tryggðu sér sex stiga forystu í N1 deild karla í gær með því að sigra Gróttu 22-25 á Seltjarnarnesi. Haukastrákarnir þurftu heldur betur að hafa fyrir sigrinum því Gróttuliðið barðist eins og ljón og leiddu leikinn frá lokum fyrri hálfleiks og fram undir miðbik seinni hálfleiks. Markvarslan var sterk hjá Haukum eins og fyrri daginn en Birkir Ívar varði um 23 skot. Sigurbergur Sveinsson var markahæstur með 11 mörk, þar af fimm úr vítum, og Elías Már kom næstur með 7 mörk. Tjörvi Þorgeirsson átti einnig góðan leik fyrir Hauka. Nú liggur fyrir hvernig þriðja umferðin verður leikin og hún hefst með Hafnarfjarðarslag á fimmtudaginn þegar Haukar sækja FH heim í Kaplakrika. Sá leikur hefst kl. 19:30 á fimmtudag.

Leikir Hauka í þriðju umferðinni verða sem hér segir:

Fim. 11.mar. 2010 19.30 Kaplakriki  FH – Haukar

Fim. 18.mar. 2010 19.30 Ásvellir  Haukar – Grótta

Mán. 22.mar. 2010 19.30 Framhús  Fram – Haukar

Fim. 25.mar. 2010 19.30 Ásvellir  Haukar – Valur

Mið. 31.mar. 2010 19.30 Digranes  HK – Haukar

Mán. 5.apr. 2010 19.30 Ásvellir  Haukar – Stjarnan

Fim. 8.apr. 2010 19.30 Ásvellir  Haukar – Akureyri