Úrslitaleikur um efri hlutan

Haukastelpur leika annað kvöld hreinan úrslitaleik um hvort Haukar eða Keflavík enda í efri hluta deildarinnar þegar henni verður skipt upp en leikurinn er síðasti leikur liðanna í venjulegri deild.Haukar þurfa að sigra með einu stigi eða meira til að tryggja sig í efrihlutann og eru þá komnar með öruggt sæti í úrslitakeppninni.

Liðið hefur verið á fínu róli í undanförnum leikjum og náðust öruggir sigrar gegn Njarðvík í deild og gegn Snæfelli í bikar nú á dögunum.

Leikurinn hefst kl. 19:15 og er leikið í Toyotahöllinni í Keflavík og er von að Haukamenn mæti á leikinn og hvetji liðið til sigurs.