
Í ár var það handboltakonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Hauka, sem var valin íþróttakona Hafnarfjarðar og Davíð Þór Viðarsson, knattspyrnumaður úr FH, íþróttamaður Hafnarfjarðar.
Á heimasíðu Hafnarfjarðar kemur fram að ástæða þess að Hanna Guðrún varð fyrir valin sé að hún varð m.a. deildarmeistari 2009 með meistaraflokki Hauka í handknattleik kvenna þar sem hún var fyrirliði. Hún var valin besti leikmaður Íslandsmótsins í vor og var jafnfram langmarkahæst. Einnig var hún lykilleikmaður í kvennalandsliðinu. Hanna Guðrún er með árangri sínum og framgöngu mjög góð fyrir mynd ungra íþróttakvenna.
Við óskum Hönnu Guðrúnu til hamingju með þetta.