Þá var hörkuspennandi slagur að Ásvöllum í gær þar sem Íslandsmeistarar Hauka tóku á móti Hamri. Hamarskonur unnu leikinn 64-65 þar sem Ezell hefði getað tryggt Haukum sigurinn þegar leiktíminn rann út. Brotið var á Ezell í þriggja stiga skoti og Hamar tveimur stigum yfir. Ezell misnotaði tvö fyrstu skotin en það þriðja fór ofan í og þar við sat.
Ezell gerði 32 stig og stal 6 boltum fyrir Hauka og henni næst var Ragna Margrét með 16 stig og 19 fráköst.