Stjörnuleikur KKÍ fór fram um síðustu helgi og var leikið í íþróttahúsi Fjölnis í Grafarvogi. Fjölmargir lögðu leið sína til að berja nýjar og gamlar stjörnur augum sem og margar af stjörnum sjónvarpsskjáarins.
KKÍ bryddaði upp á þeirri nýjung í ár að etja saman eldri landsliðsmönnum gegn leikurum og þekktum einstaklingum og mátti þar sjá menn á borð við Egils „Gilz“ „Þykki“ Einarsson, Loga Bergmann Eiðsson og Jörund Ragnarsson sem er betur þekktur sem Daníel úr Nætur,- Dag,-Fangavaktinni.
Haukar áttu sína fulltrúa á laugardaginn í kvennaleiknum, þriggjastiga keppni kvenna og í Celeb leiknum en þarna voru þau Heather Ezell, Guðrún Ámundadóttir og Henning Henningsson mætt til leiks.
Guðrún Ámundadóttir skorði 9 stig og tók þrjú fráköst á þeim 20 mín sem hún spilaði. Heather Ezell fór á kostum í leiknum og endaði með þrennu en hún skoraði 29 stig, tók 13 fráköst, stal 10 boltum og gaf að auki 5 stoðsendingar. Hún var á endanum valin besti leikmaður stjörnleiksins og tók við viðurkenningu frá sambandinu fyrir vikið. Heather sem er mögnuð þriggjastigaskytta náði ekki að sigra þriggjastiga keppnina en hún tók forkeppnina í nefið og fékk 16 stig af 20 mögulegum. Í úrslitum gekk henni ekki svo vel og endaði í 3.-4. sæti með 10 stig.
Henning Henningsson tók þátt í Celeb leiknum og þótt að Henning sé þekktur einstaklingur þá lék hann að þessu sinni með eldri leikmönnum landsliðsin. Leikurinn var 2×10 mínútur voru hlaupandi skiptingar þar sem að klukkan stoppaði aldrei. Henning sýndi gamla takta og skoraði 2 stig og stal jafnmörgum boltum. Landsliðsmennirnir fóru með nauman sigur af hólmi 39-27.