Sigurganga Hauka heldur áfram í N1 deild kvenna. Í gær unnu stelpurnar öruggan sigur á HK 25-34 og eru því komnar með 14 stig og eru sem fyrr í fjórða sæti deildarinnar. Hanna G. Stefánsdóttir var sem fyrr markahæst, að þessu sinni með sjö mörk, en Ramune Pekarskyte kom næst með 6 mörk. Flestar Haukastelpurnar skoruðu í leiknum. Næsti leikur hjá stelpunum, sem er jafnframt sá síðasti fyrir jól, fer fram á Ásvöllum sunnudaginn 13. desember kl. 16 þegar KA/Þór kemur í heimsókn.