Lærisveinar Patreks Jóhannessonar sækja Ásvelli heim

Síðasti séns á árinu til að sjá strákana spila á heimavelliSíðasti heimaleikur Haukastrákana fyrir jól fer fram að Ásvöllum á fimmtudagskvöldið þegar lærisveinar Patreks Jóhannessonar koma í heimsókn á Ásvelli. Leikurinn hefst kl. 19:30.

Stjarnan vann sinn eina leik til þessa um miðjan október þegar liðið lagði Fram að velli með þremur mörkum á heimavelli.

Í kjölfarið hefur liðið tapað naumlega gegn HK, Akureyri og Gróttu en steinlegið gegn FH og Val. Þórólfur Gunnlaugsson hefur verið atkvæðamestur fyrir lið Stjörnunnar og skorað 29 mörk í leikjunum til þessa og Jón Arnar Jónsson gert 24 mörk. Í markinu er Roland Valur Eradze fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands.

Það er um að gera að mæta á Ásvelli á þennan síðasta leik strákana á árinu en stelpurnar eiga einn heimaleik eftir þegar Norðanstelpurnar koma á Ásvelli á sunnudaginn. Freyr Brynjarsson tekur út bann í þessum leik vegna rauðs spjalds í leik gegn Val um síðustu helgi.